Ólafsmessa er í dag, en þá er þess minnst falls Ólafs konungs Haraldssonar í orrustunni við Stiklastað. Ólafsmessurnar eru reyndar tvær á hverju ári. Hin fyrri er 29. júlí en hin síðari 3. ágúst. Ólafsmessa hin fyrri var ein af helstu  hátíðum hér á landi fram á 13. öld en hin síðari virðist ekki hafa verið í sérstökum metum hérlendis. Við siðaskiptin lagðist hátíðahald um Ólafsmessur niður. Á sama tíma efldist hins vegar Ólafsvaka í Færeyjum og er nú þjóðhátíð þar í landi.

Ólafur var fæddur 995 og var konungur Noregs frá árinu 1050-1028. Norskir ættarhöfðingjar gerðu uppreisn gegn honum í nafni Knúts ríka Danakonungs en þá flúði Ólafur til Rússlands og leitaði hælis hjá Jarisleifi konungi. Ólafur reyndi að ná völdum aftur en féll 29. Júlí 1030 í Stiklastaðabardaga. Ólafur kynntist kristnum sið í víkingaferðum og lét skírast í Rúðuborg í Frakklandi. Á málverkum er Ólafur oft í fullum konungsskrúða með öxi sína og veldissprota og málaður er dreki undir fótum hans með mannshöfuð og kórónu en það er tákn um hina sigruðu heiðni. Ólafur var jarðsettur í Þrándheimi.