Í byrjun júní voru birtar tvær blaðagreinar í tilefni afmælisárins, í Morgunblaðinu var birt blaða grein eftir dr. Gunnlaug A. Jónsson og í Fréttablaðinu var birt grein eftir Svönu Helen Björnsdóttur.
Afmælisrit frá 1965
Á 150 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags, 1965, var gefið út afmælisrit. Ólafur Ólafsson var ritstjóri ritsins, safnaði efni til birtingar en skrifaði einnig mikið sjálfur. Forseti félagsins á þessum tíma var herra Sigurbjörn Einarsson, biskup, og kom hann einnig að verkinu ásamt sr. Óskari J. Þorlákssyni, sem þá var féhirðir félagsins.