,,Ekki trúir hann því sem stendur í Biblíunni?“

2018-01-05T07:06:28+00:00Mánudagur 6. júlí 2015|

Fyrir fleiri árum en ég kæri mig um að muna eða rúmum aldarfjórðungi fór vinur minn að læra guðfræði. Ég man ennþá þegar ég hugsaði: „Hvað er að honum? Ekki trúir hann því sem stendur í Biblíunni?“ Athyglisverð staðhæfing í ljósi þess að sjálf hafði ég aldrei lesið hana. Ég hafði vissulega lesið eitt og eitt vers og lært biblíusögur í skóla en Biblíuna sjálfa hafði ég aldrei lesið.