Í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags verður sýning á 3. hæð Þjóðminjasafnsins. Sýndar verða biblíur í eigu Þjóðminjasafnsins og gömul prentmót en auk þess biblíur í eigu félagsins.

Biblíufélagið er elsta félag landsins og eitt af elstu biblíufélögum í heiminum. Markmið félagsins er að vinna að útgáfu og útbreiðslu Biblíunnar á Íslandi en Íslendingar voru meðal tuttugu fyrstu þjóða heims sem fengu Biblíuna þýdda á eigin tungumáli.

Verið innilega velkomin á opnun sýningarinnar, föstudaginn 3. júlí kl.16. Fulltrúi Þjóðminjasafnsins og framkvæmdastjóri HÍB flytja ávörp og söngkonan Helga Vilborg Sigurjónsdóttir syngur tvö lög. Verið velkomin!