Nú er hægt að lesa á netinu afmælisritið sem biblíufélagið gaf út árið 1965, á 150 ára afmæli félagsins.

Á 150 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags var gefið út afmælisrit. Ólafur Ólafsson var ritstjóri afmælisritsins, skrifaði mikið sjálfur og safnaði efni til birtingar.  Forseti félagsins á þessum tíma var herra Sigurbjörn Einarsson, biskup, og kom hann einnig að verkinu ásamt sr. Óskari J. Þorlákssyni, sem þá var féhirðir félagsins.
Í afmælisritinu er sagt frá Ebenezer Henderson og stofnun Hins íslenska biblíufélags og saga félagsins rakin í stuttu máli. Sigurbjörn Einarsson skrifaði greinar um lestur Biblíunnar og markmið hennar. Í ritinu er einnig fjallað stuttlega um Gídeonfélagið.
Nú á 200 ára afmæli félagsins er komin út stafræn útgáfa af  150 ára afmælisritinu og það er ánægjulegt að nú sé hægt að lesa ritið í heild sinni.

Sjá á http://baekur.is/is/bok/000174433/Hid_islenzka_Bibliufelag