Kristin trú hefur mótað íslenska menningu og sögu í meira en þúsund ár. Þar hefur Biblían verið mikill áhrifavaldur. Nú um stundir eru hins vegar margir sem vilja sem minnst af þessum áhrifum vita og tala um trúna alfarið sem einkamál og Biblían eigi ekki erindi í hið opinbera rými, a.m.k. ekki í skólana. Það er skaði því þannig fara nemendur hins íslenska skólakerfis á mis við mikilvæga menntun um afar víðtækan áhrifaþátt í sögu þjóðar okkar og menningar.