Í byrjun apríl heimsótti framkvæmdastjóri Biblíufélagsins leikskóla KFUM og K, Vinagarð, við Holtaveg, til að þakka þeim börnum sem teiknuðu myndir við hátíðarvers sem valin voru í tilefni af 200 ára afmæli félagsins. Öll börnin fengu afhenta sína mynd á A3 plakati og sápukúlur sem þakklætisvott frá félaginu.