Um næstu helgi fagnar sænska biblíufélagið 200 ára afmæli sínu í Uppsölum, en það var stofnað árið 1815. Markmið félagins er að stuðla að lestri Biblíunnar og að hún sé alltaf aðgengileg öllum.
Þessa daga sem hátíðin stendur yfir er búist við mörgum gestum til Uppsala, en þar eru höfuðstöðvar félagsins. Öllum Svíum sem áhuga hafa á starfi Biblíufélagins er boðið að taka þátt í hátíðinni.
Anders Blåberg, framkvæmdastjóri sænska biblíufélagsins , segir að boðið verði upp á fjölbreytta dagskrá, m.a. málþing þar sem starf félagsins er kynnt, málstofa verður um alþjóðlegt samstarf allra biblíufélaga í heiminum og kynntar verða rannsóknir og haldnir fyrirlestrar um áhugaverð málefni sem tengjast Biblíunni, notkun hennar og útbreiðslu.
Framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélagsins verður fulltrúi Íslands.