Verkefni í Nepal: Brýn þörf á hagnýtri hjálp og sálgæslu.
Alþjóðleg biblíuhjálp þýska biblíufélagsins sendir brýnt neyðarkall um fjárframlög til handa nepalska biblíufélaginu. Framlög munu koma kirkjunni þar í landi til góða og sjá því fólki sem orðið hefur fyrir jarðskjálftunum fyrir matvælum og öðrum lífsnauðsynjum. Auk þess mun biblíufélagið annast leiðsögn um sálgæslu fyrir kirkjurnar. Sameinuðu biblíufélögin styðja þetta verkefni.
Framkvæmdastjóri nepalska biblíufélagsins, Tej Jirel, staðhæfir að 90% húsanna í höfuðborginni Katmandu séu stórskemmd eða illa farin. Ásamt háttsettum embættismönnum kirkjunnar munu starfsmenn biblíufélagsins sinna hjálparstörfum. Auk öflunar vatns og matar er mikið leitað eftir sálgæslu. Í sjúkrahúsum, kirkjum og tjaldstæðum stendur kristið fólk systkinum sínum við hlið við þessar tvísýnu aðstæður. „Fólkið er í áfalli og það bráðvantar hjálp okkar“ er haft eftir Jirel. „Jafnvel þótt enn verði smærri jarðhræringar, reynum við að ná til þeirra svæða sem verst hafa orðið úti og biðja um aðstoð.“
Til hvaða ráðstafana grípum við?
Við biðjum starfsfólk Hins nepalska biblíufélags um:
-fæði og klæði
-sálgæslu
-Biblíur og biblíuleg rit
Verið svo væn að biðja fyrir fórnarlömbum jarðskjálftans í Nepal!
„Starfsfólk Biblíufélagsins og fjölskyldur þeirra eru tiltölulega heilsuhraust, jafnvel þótt þau þurfi um þessar mundir að verja nóttunum úti í tjaldi, í kulda og regni,“ er haft eftir Jirel. Eftir jarðskjálftana var ekki hægt að komast inn í hús Biblíufélagsins. Að utan virtist það vera í lagi, en að innan var það illa farið.
Jarðskjálfti af stærðinni 7,8 reið yfir stóran hluta Nepals, auk Himalajasvæða nágrannaríkjanna Indlands og Tíbets laugardaginn 25. apríl síðastliðinn. Ríkisstjórn Nepals gerir ráð fyrir því að um það bil 10.000 manns hafi týnt lífi. Innanríkisráðherra landsins sagði að enginn hefði verið viðbúinn hamförum af þessari stærðargráðu. Rösklega 70.000 manns gætu hafa yfirgefið Katmandu-dalinn í leit að vatni og mat.
Hið nepalska biblíufélag var stofnað árið 1976, vinnur á samkirkjulegum grundvelli og á aðild að Sameinuðu biblíufélögunum (UBS). Frá árinu 2007 hefur það opinberlega verið skráð sem kristileg samtök. Þar eru Biblíur og biblíurit þýdd, gefin út og þeim dreift. Um það bil 1,5% af um 26 milljónum Nepala tilheyra kristinni kirkju.
Hið íslenska biblíufélag styður við þetta verkefni í gegnum UBS.