B+ er komið út

2017-12-31T21:50:10+00:00Föstudagur 8. maí 2015|

Tímarit Biblíufélagsins B+ er  komið út. Tímaritið er mjög veglegt í tilefni afmælisársins. Fjöldi fólks lagði félaginu lið við greinaskrif. Blaðinu hefur nú þegar verið dreift til félagsmanna og mun dreifing til kirkna verða á næstu dögum. Biblíufélagið hvetur félagsmenn og velunnara til að dreifa blaðinu sem víðast og vekja um leið athygli á elsta félagi landsins og afmælisárinu.