Í dag var haldið áhugavert málþing í Þjóðminjasafni Íslands á vegum Biblíufélagsins sem bar yfirskriftina Biblía 21. aldar. Rúnar Vilhjálmsson, gjaldkeri stjórnar HÍB,  stjórnaði þinginu. Biskup Íslands og forseti Biblíufélagsins, frú Agnes M. Sigurðardóttir, flutti ávarpsorð í upphafi þingsins. Jón Friðjónsson fjallaði um Biblíuna og rætur íslenskrar tungu, Guðrún Kvaran fjallaði um biblíuþýðingar og gildi þeirra. Þá flutti Arnfríður Guðmundsdóttir erindi sem bar yfirskriftina Biblían í bíó – Fagnaðarerindið um Jesú Krist fest á filmu. Sigurður Pálsson fjallaði um biblíufræðslu, biblíuskilning og menningarlæsi. Dögg Harðardóttir fjallaði um gildi biblíulesturs og Árni Svanur Daníelsson flutti erindi sem hann kallaði  #Biblían – Með ritninguna í vasanum, við fingurna og á vörunum. Í lok þingsins voru pallborðsumræður og síðan var boðið upp á léttar veitingar.

Stjórn félagsins þakkar fyrirlesurum innilega fyrir þeirra framlag og gestum þingsins fyrir komuna.