Dagleg biblíuvers eru netsíður sem hægt er að finna á öllum helstu samfélagsvefjum í dag: Facebook, Instagram, Twitter og Tumblr. Daglega birtast þar vers úr Biblíunni með mynd í bakgrunni.

Hugmyndin á bak við Dagleg biblíuvers er komin frá Boga Benediktssyni, guðfræðinema og áhugamanni um trúmál á netinu en hugmyndina sótti hann erlendis frá. Honum fannst vanta tilboð um samsvarandi síður hér á Íslandi og ákvað því að vinna að útfærslu og stofnun slíkra síðna. Seinna fékk Bogi vin sinn Hilmar Einarsson til liðs við sig og vinna þeir nú tveir að þessu verkefni.

Markmiðið netsíðanna er að birta biblíuvers á íslensku á hverjum degi undir nafninu Dagleg bibliuvers. Á þennan hátt er tæknin nýtt til að ná til fleira fólks með boðskap Biblíunnar.
Tilgangurinn er að versin verði til uppörvunar og styrkingar í kristilegu trúarlífi um leið og fólk flettir í gegnum samfélagsvefina. Hægt er að líka við (like), fylgja (follow) eða deila (share).

Biblíufélagið hvetur fólk til að kynna sér dagleg biblíuvers og líka (like) við síðurnar.

http://https://www.facebook.com/daglegbibliuvers

http://https://instagram.com/daglegbibliuvers
http://https://twitter.com/daglegbibliuver
http://http://daglegbibliuvers.tumblr.com/