Hans Johan Sagrusten, starfsmaður norska biblíufélagsins, er þessa dagana í heimsókn á Íslandi. Í dag var Hans Johan á prestastefnu og fjallaði um rit Nýja testamentisins og rannsóknir á uppruna þeirra en hann er höfundur bókarinnar „Det store puslespillet“ sem kom nýlega út hjá Biblíufélaginu í Noregi. Hans Johan er guðfræðingur að mennt en hefur sérhæft sig í ritskýringum Nýja testamentisins. Á morgun mun Hans Johan hitta fulltrúa fríkirkna og safnaða. Hann mun einnig flytja erindi á leikmannastefnu á laugardaginn.
Norska biblíufélagið hefur veitt íslenska biblíufélaginu mikinn stuðning sem félagið er afskaplega þakklátt fyrir.