Í Morgunblaðinu í gær, 8. apríl birtist áhugaverð grein um fágætt eintak af Gamla testamentinu á hebresku sem varðveitt er í Auðun­ar­stofu á Hól­um. Inn í það eru skrifaðar at­huga­semd­ir, þar af með hendi Guðbrands Þor­láks­son­ar, sem var bisk­up á Hól­um frá 1571 til dauðadags 1627. Bók­in var prentuð í Ham­borg árið 1587 og er mikið fá­gæti. Útgef­andi var Eli­as Huttero (1553-1605/​1609), pró­fess­or í hebr­esku við Leipzig-há­skóla.

Á titilsíðu rit­ar Guðbrand­ur, að hann gefi Hóla­dóm­kirkju um­rædda bók ásamt fleiri sem all­ar eru nú glataðar; lang­flest­ar voru seld­ar þegar bisk­ups­stóll­inn var lagður niður árið 1801.

Sjá nánar frétt í Morgunblaðinu, http://mbl.is/frettir/innlent/2015/04/07/fagaet_bok_vardveitt_a_holum/