Ljósmyndasamkeppni Hins íslenska biblíufélags fór fram í lok mars. Þema keppninnar var Páskar. Berglind Guðmundsdóttir ljósmyndari var dómari keppninnar. Berglind útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum vorið 2012 en hefur unnið sem ljósmyndari síðan vorið 2013. Berglind hefur á sínum stutta ferli tekið að sér fjölbreytt verkefni og myndir hennar hafa birst víða m.a. hjá Gydja Collection, Tefélaginu, Frjálsíþróttasambandi Íslands, Iceland Spring, Mói Design og Birna Design. Biblíufélagið þakkar Berglindi innilega fyrir aðstoðina.

Alls bárust 13 myndir í keppnina. Veitt voru þrenn verðlaun, páskaegg, fyrir þrjú fyrstu sætin. Biblíufélagið óskar sigurvegurum, til hamingju með árangurinn í ljósmyndasamkeppni HÍB.

1. sæti – Árni Svanur Daníelsson með myndina „Krossfesting“
2. sæti- Árný Björg Jóhannsdóttir  með myndina „Páskar“
3. sæti- Vigdís Pálsdóttir  með myndina „Kærleikur“

Biblíufélagið þakkar öllum þeim sem tóku þátt í ljósmyndasamkeppni félagsins fyrir þátttökuna!