Í lýðveldinu Kongó lýsir kona því hvernig biblíufræðsla hefur gefið henni nýtt sjálfstraust og von um betri framtíð.
Alnertine er ekki viss um aldur sinn en hún heldur að hún sé um 40 ára gömul. Hún býr við mikla fátækt, hún á lítið af fötum og býr í kofa með 11 öðrum fjölskyldumeðlimum. Fötin sín hefur hún fengið frá vinnuveitanda sínum fyrir langan vinnudag á akrinum.
Albertine býr ásamt fjölskyldu sinni í litlu þorpi en hún ólst upp í fjölskyldu hirðingja sem ferðuðust frá einum stað til annars. Hún fékk því enga menntun. Hún hefur upplifað mikla fátækt og borgarastyrjöld sem lauk fyrir sjö árum síðan. Hún man þá tíð þegar hún þurfti að fara í felur þegar herinn nálgaðist þorpið og henni bregður við í hvert sinn er bíll keyrir óvænt inn á svæðið. Hún var hrædd þá og er enn hrædd. Þrátt fyrir erfiðleika í lífi hennar þá er Albertine hamingjusöm kona. Hún þakkar það kirkjunni.
“þegar ég kom í kirkjuna var mér sagt að Guð elskar allar manneskjur, óháð því hvaðan þær koma eða hvernig þær líta út. Við höfum alltaf haldið að við værum minna virði en aðrir. En enginn getur tekið elsku Guðs og kærleika frá okkur, það er svo stórkostlegt að vita það” segir Albertine.
“Það er minn draumur að fá að mennta mig, læra að lesa og skrifa. Á hverjum fimmtudegi tekur hún sér hlé úr vinnunni og fer ásamt frænda sínum Chico og 30 öðrum þorpsbúum, safnast saman undir tré og læra að lesa og skrifa

“Frelsi til að mennta mig, læra að lesa og skrifa var draumur sem ég þorði aldrei að vona að gæti ræst. Það er dásamleg tilfinning, þegar ég fer á markaðinn get ég lesið innihaldslýsingar á vörunum, ég get lesið merkin á götunum, menntun er dýrmæt og hana getur enginn tekið frá mér” segir Albertine.