Í tilefni af 200 ára afmælisári Biblíufélagsins verður skemmtileg dagskrá fyrir börn á pálmasunnudag í Borgarbókasafninu, Tryggvagötu 15, Reykjavík.
Þar verður boðið upp á páskaföndur fyrir börnin undir stjórn Kristínar Arngrímsdóttur. Klukkan 15 munu fulltrúar Biblíufélagsins annast sögustund, þar verður fjallað um þá atburði sem gerðust í dymbilviku og á páskum. Brúðan Viktor kemur í heimsókn og sungin verða sunnudagaskólalög.
Hreinn Pálsson og Pétur Ragnhildarson leiða stundina, söngur og undirleikur verður í höndum Ragnhildar Ásgeirsdóttur.
Verið innilega velkomin!