Nýtt Biblíuapp á táknmáli hefur verið tekið í notkun í Japan. Það eru um 320,000 heyrnalausir sem tala táknmál í Japan. Þetta nýja app mun ekki einungis hjálpa heyrnalausum í Japan heldur getur haft jákvæð áhrif á þróun slíks apps um allan heim. Í Japan hefur verið unnið að þessari þýðingu í 20 ár og verkefnið hefur verið kallað ViBI eða Videó-Biblía.
Vegna kostnaðar við verkefnið hefur aðeins verið hægt að nálgast um 20% af Biblíunni á appinu. Biblíufélagið í Japan hefur sett sér það markmið ásamt kirkju heyrnalausra og fleiri kristnum söfnuðum í Japan að Biblíuapp fyrir heyrnalausa verði gefið út í heild sinni fyrir árið 2033.
Hægt er að lesa nánar um þessa frétt á http://www.unitedbiblesocieties.org/news/sign-language-bible-app-japan-change-deaf-culture/