Biblíufélagið á Lindinni

2017-10-18T01:39:51+00:00Laugardagur 31. janúar 2015|

Afmælisár Hins íslenska biblíufélags 2015 hófst formlega í fyrstu viku janúar er sr. Karl Sigurbjörnsson biskup og fyrrverandi forseti félagsins flutti fyrstu hugleiðingu sína af þrettán í tilefni afmælisársins.

Allt árið verða fluttir þættir frá Biblíufélaginu á Lindinni og kann stjórn félagsins útvarpsstjórum Lindarinnar bestu þakkir fyrir.

Útsendingar Lindarinnar ná til 90% þjóðarinnar á mismunandi bylgjulengdum sem finna má upplýsingar um á lindin.is.