Í ár eru liðin 200 ár frá stofnun Hins íslenska Biblífélags, elsta starfandi félags á landinu. Það var stofnað 10. júli 1815 á heimili Geirs Vídalíns, biskups  í Aðalstræti 10.
Seltjarnarnessókn stendur fyrir fræðslumorgnum í tilefni af afmælisári Biblíufélagsins. Eftirfarandi fyrirlestrar fjalla um Biblíuna frá ýmsum sjónarhornum. Fyrirlestrar verða jafnan kl. 10 á sunnudagsmorgnum í Seltjarnarneskirkju. Biblíufélagið hvetur fólk til að mæta.

Febrúar
1. feb.    Áhrif Biblíunnar í verkum mínum.
Kristín Gunnlaugsdóttir, myndlistarmaður.

8.feb.    Biblían og tónlistin.
Margrét Bóasdóttir, verkefnisstjóri kirkjutónlistar, flytur/fjallar um efnið í tali og tónum.

15.feb.    Áhrif Biblíunnar á íslenskt mál.
Jón G. Friðjónsson, prófessor.

22. feb.   Áhrif Biblíunnar í ritverkum mínum.
Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrverandi forseti Alþingis.

Mars
1. mars   Biblían og Lúther.
Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur.

8. mars   Áhrifasaga Saltarans – Davíðssálmar í sögu og samtíð.
Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor.