Um 200 manns komu saman á útgáfufagnaði sem Hið íslenska biblíufélag og Hið íslenska bókmenntafélag stóðu að í tilefni af útgáfu bókarinnar Áhrifasaga Saltarans sem dr. Gunnlaugur A. Jónsson hefur ritað. Ólafur Egilsson, fyrrverandi sendiherra stjórnaði stundinni og dr. Gunnlaugur kynnti bókina sína, Grétar Halldór Gunnarsson, guðfræðingur flutti erindi um bókina og Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness, flutti höfundi kveðju frá bæjarfélaginu. Um tónlist sáu Friðrik Vignir Stefánsson og Eygló Rúnarsdóttir. Myndirnar tók Kristín Bogadóttir.

Hið íslenska biblíufélag óskar dr. Gunnlaugu A. Jónssyni innilega til hamingju með þessa glæsilegu bók og hvetur fólk til að lesa hana.