Á miðvikudögum í febrúar verða fræðslukvöld um Biblíuna og menninguna í Glerárkirkju á Akureyri kl. 20-22.

Fyrsta kvöldið mun dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófessor í Gamla testamentisfræðum og stjórnarmaður í biblíufélaginu, fjalla um Áhrif Davíðssálma í menningu og listum, miðvikudaginn 11. febrúar.

Þá verður kvikmyndakvöld 18. febrúar, þar sem skoðuð verða biblíuleg þemu í kvikmyndum og horft á myndina „The mission“ frá 1986 (Ath. byrjað verður kl. 19). Sr. Gunnlaugur Garðarsson mun vera með innleiðingu og umræðu stjórnar sr. Jón Ómar Gunnarsson.

Síðasta kvöldið 25. febrúar mun dr. Sigurður Pálsson fjalla um Nýja aðalnámskrá 2013 – hlutverk kennara, viðbrögð kirkjunnar: Er hætt að kenna biblíusögur í skólum?

Allir eru velkomnir.