200 ára afmæli Biblíufélagsins, lifandi félags í 200 ár!

2018-01-05T07:15:03+00:00Fimmtudagur 8. janúar 2015|

Um það leyti sem móðuharðindin gengu yfir Ísland 1783-1785, ólst lítil stúlka, María Jones að nafni, upp á fátæku heimili í Wales í Bretlandi. Um leið og hún lærði að lesa vaknaði hjá henni löngun til að lesa Biblíuna.