Útgáfufagnaður í tilefni af útgáfu bókarinnar Áhrifasaga Saltarans eftir Gunnlaug A Jónsson prófessor verður haldinn fimmtudaginn 15. janúar kl.17 í Seltjarnarneskirkju. Þar mun Gunnlaugur segja frá tilurð bókarinnar, Grétar Halldór Gunnarsson fjallar um bókina og tónlist flytja Friðrik Vignir Stefánsson og Eygló Rúnarsdóttir. Ólafur Egilsson stjórnar athöfninni. Hægt verður að kaupa bókina á tilboðsverði þar.
Biblíufélagið hvetur félagsfólk til að mæta. Verið innilega velkomin!