Guð gefi ykkur gleðilegt ár!
Árið 2015 verður afmælisár. Þá höldum við upp á 200 ára afmæli Biblíufélagsins en það var stofnað 10.júlí 1815. Boðið verður upp á fjölda viðburða, Biblíusýningar, listviðburði, tónlist, fyrirlestra og námskeið.
Við hvetjum fólk til að taka þátt í spennandi viðburðum á nýju ári og benda fjölskyldu og vinum á Biblíuna og boðskap hennar.
Nú er hægt að nálgast Biblíulestrarskrána fyrir árið 2015 hér á heimasíðunni og ef fylgt er þeirri skrá er hægt að lesa biblíuna alla á einu ári. Það er skemmtilegt verkefni og félagið hvetur alla til að taka þátt í því.
Fyrir hönd stjórnar Híb þakka ég öllum sem stutt hafa við félagið á liðnu ári, bæði með sjálfboðavinnu sem og fjárframlögum.
Við hlökkum til samstarfsins á nýju ári.
Gleðilegt ár!

Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri