Biblíulestrarskrá 2015 er komin út og hefur verið send öllum meðlimum félagsins. Þeir sem haga lestri Biblíunnar á afmælisárinu 2015 eftir skránni munu lesa alla Biblíuna á einu ári. Vertu með!
Viljir þú gerast meðlimur félagsins getur þú skráð þig hér á síðunni. Þú finnur skráninguna undir Biblíufélagið á stikunni efst á síðunni. Einnig má senda tölvupóst á netfangið hib@biblian.is
Biblían er grundvallarrit kristinnar trúar og því nauðsynlegur förunautur kristins trúarlífs. Sumum finnst erfitt að lesa Biblíuna og því er gott að styðjast við biblíulestraskrá sem hjálpar til við lesturinn.
Þátttaka í biblíuleshópum getur styrkt trúna. Í slíkum hópi getur myndast góð vinátta og gott samfélag um Guðs orð. Sr. Friðrik Friðriksson, hinn mikli æskulýðsleiðtogi sem stofnaði meðal annars KFUM og KFUK á Íslandi 1899, lagði mikla áherslu á biblíuleshópa og hvatti alla til að vera í biblíuleshópi, til að fræðast um grundvallarrit kristinna manna og eiga samfélag og vináttu við annað kristið fólk.
Biblíufélagið hvetur alla til að sameinast um að lesa Biblíuna á næsta ári, á afmælisári Biblíufélagsins.
Hægt verður að nálgast Biblíulestraskrána hér á heimasíðu félagsins næstu daga.