Biblíufélagið ætlar að gefa nokkra miða á kvikmyndina Exodus: Gods and Kings sem frumsýnd verður í Háskólabíói á morgun. Það eina sem facebook vinir þurfa að gera til að komast í pottinn er að líka við síðuna á facebook og deila þessari færslu á sínum vegg.

Exodus: Gods and Kings er kvikmynd í leikstjórn Ridley Scott sem hefur leikstýrt kvikmyndum á borð við Gladiator og American Gangster. Christian Bale fer með hlutverk Móse og Joel Edgerton leikur Ramses. Í öðrum hlutverkum eru m.a. Ben Kingsley, Sigourney Weaver og John Turturro. Myndin segir frá atburðum 2.Mósebókar líkt og nafn hennar ber með sér. Ljóst er að kvikmyndin er mikið stórvirki og liggur mikil vinna að baki hennar.

Biblíufélagið hvetur alla til að taka þátt í þessum skemmtilega leik! Hér má sjá myndbrot út myndinni: https://www.youtube.com/watch?v=N4iSzHXOUEE