Skálholtsútgáfa hefur gefið út bænir og biblíuvers í litlum kassa sem þau kalla kærleiks fjársjóður. Þar eru 84 kort þar sem öðrum megin er bænir og biblíuvers í önnum hversdagsins og hinum megin er bæn. Hér má sjá dæmi:
„Verið glöð í voninni, þolinmóð í þjáningunni, staðföst í bæninni“ (Rómv.12:12)
-Á hverjum degi, Drottinn minn, ég bið,
Drottinn minn, ég bið um kærleika og frið
-Ég bið þig, Drottinn, bægðu myrkri frá,
bægðu myrkri frá, svo blindir megi sjá.
– Ég þarf, Guð minn góður, þína hjálp,
Guð minn, þína hjálp að fást við lífið sjálft.
-Leyf mér lifa í sátt við menn og æðri mátt.
Í ritstjórn voru Halla Jónsdóttir og Edda Möller en um hönnun sá Halla Sólveig Þorsteinsdóttir.