Hönnunarfyrirtækið Trefold í Danmörku hefur fengið alþjóðleg verðlaun fyrir hönnun þeirra á Fjölskyldubiblíu, sem er ein af nýlegri útgáfu Biblíufélagsins í Danmörku en hún kom út árið 2013.
Þriðja hvert ár afhendir alþjóðlegt samfélag prentverka-hönnuða viðurkenningu fyrir framúrskarandi hönnun. Í ár fékk danska hönnunarfyrirtækið Trefold fyrir hönnun sína á fjölskyldubiblíunni. Í byrjun október fór Camilla Jørgensen frá útgáfufyrirtækinu til Englands til að taka á móti verðlaunum.
,,Við erum glöð yfir þeirri viðurkenningu sem þessi verðlaun veita okkur og við ætlum að halda áfram að vinna að leturhönnun í háum gæðaflokki, þar sem typographic nálgun er lykilatriði“ segir Camilla ,,Við reynum að vinna með klassíska hönnun um leið og við horfum til þess tíma sem Biblían kom fyrst út“
Gæðin í fyrirrúmi
Lena Trap- Lind, útgáfustjóri er ekki hissa en mjög glöð yfir þessum verðlaunum sem Trefold fékk.
,,Uppsetning textans hjá þeim, þeirra frjóu hugmyndir að nýta þennan þunna pappír og litasamsetning hjá þeim er ótrúleg. Þeir eru ekki hræddir við að fara ótroðnar slóðir, taka erfið verkefni að sér. Við þurftum meðal annars að prenta ótal sinnum til að ná fram litnum sem við vorum sátt við, þennan sterka og fallega lit. Það var mikil áskorun fyrir prentsmiðjuna“ segir Lena
Fjölskyldubiblían kom út í maí 2013. Hún er hluti af stóru Biblíusafni félagsins en hönnunarfyrirtækið Trehold hefur hannað kápur á 21 Biblíu. Formála nýju Fjölskyldubiblíunnar skrifar fjölskyldumeðferðafræðingurinn Lola Jensen en þar er mynd af ættartré, þar sem hver fjölskylda getur fyllt út sitt eigið ættartré og skrifað hjá sér merkisdaga fjölskyldunnar.
Lena Trap-Lind segir að það sé mikilvægt að endurhanna útlit Biblíunnar með jöfnu millibili, tíminn líður, smekkur fólks og þarfir breytast. Í dag eru til margar útgáfur af Biblíunni og nánast allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Lena Trap-Lind gleðst yfir því þeirri viðurkenningu sem verðlaunin veita og er ánægð með þá forgangsröðun útgáfunnar að bæði innihald og hönnun sé í hæsta gæðaflokki.
,,Það er mikilvægt fyrir okkar að mæta þörfum trúfastra lesenda okkar og sömuleiðis ná til nýs lesendahóps. Þar skiptir hönnun miklu máli. Að sjálfsögðu skiptir mestu máli innihald Biblíunnar og að fólk lesi hana en það er einnig gott að hafa flott útlit á Biblíunni okkar“ segir Lena Trap-Lind.