Nýtt lag „Konungur klukknanna“ er komið út hjá danska biblíufélaginu en það er listamaðurinn Peter A.G. sem hefur samið frumlegt lag í tilefni af 200 ára afmæli danska biblíufélagsins.
Lagið fjallar um þau viðmið og gildi sem manneskjur sækjast eftir. Peter finnst mikilvægt að endurnýja sálma í danskri sálmahefð. Hann segir að klassískir sálmar hafi verið vinsælir á sínum tíma en án endurnýjunar verði ákveðin stöðnun.

„Sálmurinn á að höfða til samtímans, hvað hefði gerst ef að sálmaskáldin Grundtvig eða Ingemann hefðu ekki fengið leyfi til að semja ný lög og texta. Þá værum við ennþá að syngja sálma á latínu og hefðum ekki skilning á því hvað það væri að „klappa“ segir Peter

Hægt er að hlusta á brot úr laginu á http://www.bibelselskabet.dk/nyheder/nyhedsoversigt/arkiv2014/peter_ag