“…Kona, hvað varð af þeim? Sakfelldi enginn þig?” (Jh 8,10)
Þeir voru eftirvæntingarfullir mennirnir sem komu til Jesú með konu sem þeir höfðu staðið að hórdómi – sem að því er virðist var  skipulagður af þeim sjálfum til þess að geta lagt gildru fyrir Jesú.
En þessir harðbrjósta menn höfðu ekki hugsað út í hver það í rauninni var sem þeir stóðu andspænis þegar þeir komu með konuna. Á grundvelli Móselaga ákærðu þeir konuna um synd sem krafðist þess að hún yrði grýtt til dauða. “En hvað segir þú?” spurðu þeir Jesú. Þeir ætluðu að tæla Jesú til að brjóta Móselögin með því að sýkna hana, eða að dæma hana og þarmeð brjóta rómversku lögin sem bönnuðu Gyðingum að kveða upp dauðadóm. “Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrstur steini á hana.” En engum steini var kastað því þegar Jesús skrifaði í sandinn sýndi hann þeim að þeir voru ekki þess umkomnir að kveða upp dóm. Þeir komu sem dómarar til Jesú en fóru frá honum aftur dæmdir af eigin samvisku sinni.
Þeir stóðu andspænis sterkasta valdi heimsins sem er kærleikur Krists til syndara. Þetta afl umlykur mig. Það er bara Guð og kærleikur hans sem er fær um að dæma í málum milli einstaklingsins og  Guðs. “Sakfelldi enginn þig?” “Enginn, Drottinn.” “Ég sakfelli þig ekki heldur. Far þú. Syndga ekki framar.” Jesús einn var syndlaus og hann grýtti engan.

Jens Vilhelm Danielsen
Fyrrverandi prestur aðventista í Færeyjum. Nú búsettur í Hveragerði.