Norska biblíufélagið hefur aðsetur sínar í miðborg Osló. Húsið er í eigu biblíufélagsins og Hjálparstarfs kirkjunnar.  Hjá biblíufélaginu og Verbum forlaginu starfa um 30 manns og sá hópur fundar einu sinni í viku, í hádeginu á fimmtudögum.  Biblíufélagið er skipt niður í nokkrar deildir og yfirmaður á hverri deild ber ábyrgð á starfinu sem þar er unnið og á reglulega fundi með framkvæmdastjóra. Deildirnar eru:
1. Framkvæmdadeild
2. Rekstrardeild
3. Biblíu-útbreiðslu-kristniboðsdeild
4. Verbum- bókaútgáfa

Ragnhildur Ásgeirsdóttir sat starfsmannafundinn  og flutti þeim kveðjur frá biblíuvinum á Íslandi. Hún sagði frá félaginu á Íslandi og þakkaði Norðmönnum fyrir stuðninginn, bæði fjárhagslegan, stuðning andlegan stuðning, uppörvun og praktíska hjálp. Einn í hópnum hafði þá að orði: „ Íslendingar fengu sína Biblíu 1584, við fengum okkar Biblíu 1904, Íslendingar stofnuðu sitt biblíufélag árið 1815, við hér í Noregi 1816, þeir eru alltaf á undan okkur, það er kannski spurning hver lærir af hverjum? Íslendingar eru duglegt fólk“

Í dag mun Ragnhildur eiga fundi með vefstjóra, fulltrúa stjórnar, framkvæmdastjóra og fulltrúa Verbum forlagsins. Einnig mun hún kynna sér biblíufræðslu fyrir börn en haldið verður námskeið haustið 2015 á Íslandi um Biblíufræðslu fyrir börn en sérfræðingur þeirra í fræðslu fyrir börn, Anne Kristin  Aasmundtveit, mun koma þá til Íslands.

Biblíufélagið á íslandi þakkar allan stuðning og hjálp sem norska biblíufélagið hefur veitt og biður Guð að blessa áframhaldandi samstarf.