Uppáhaldsversið mitt í Biblíunni er í sálmi 37:5 ,Fel Drottni vegu þina og treyst Honum. Hann mun vel fyrir sjá“

 

Það er svo gott að geta lagt allt jafnt stórt sem smátt  í Drottins hendur. Hann bænheyrir mig á þann veg sem er bestur fyrir mig. Þegar ég hef lagt hlutina í Hans hendur get ég verið örugg því hann sér vel fyrir mér. Ég hef getað treyst á þessi fyrirheiti hans og hef fundið hvernig hann hefur leitt líf mitt á stórkostlegan hátt. Ég þarf ekkert að óttast. Ég fæ að leggja allt í Hans hendur og þá er ég örugg. Hann bænheyrir mig samkvæmt því sem mér er fyrir bestu. Guð blessi ykkur.

 

 

Valdís Ólöf Jónsdóttir,

Leik og grunnskólakennari