Íran, sem áður var kallað Persía, var fyrr á öldum eitt stærsta og merkilegasta veldi heims. Landið var undir mongólskri stjórn í meira en 300 ár. Mikil óánægja var með konung Írans, Shaen, sem reyndi að koma á vestrænum þjóðfélagsháttum. Sú óánægja leiddi til byltingar árið 1979 en þá tók Khomeini æðstiklerkur við völdum. Hann lést árið 1989 og síðan þá hafa ríkt  átök á milli íhaldssamrar klerkastéttar og frjálslyndari afla í landinu. Áætlað er að um 5 milljónir Írana búi í Norður-Ameríku, Evrópu, Tyrklandi, Ástralíu og öðrum Miðausturlöndum löndum.

Að frumkvæði Sameinuðu biblíufélaganna (UBS) er ætlunin að endurþýða og samræma biblíuþýðingar fyrir persneska-kristna um allan heim. Biblíufélagið í Íran hætti störfum árið 1990 vegna pólitískra breytinga í landinu og þrátt fyrir að dreifðir kristnir Íranir hafi unnið mikla vinnu þá er enn frekari samræmdar þörf á þýðingum Biblíunnar. GPS, (The Global Persian Scriptures Initiative) er fyrsta alþjóðlega nefndin sem mun starfa sérstaklega fyrir persneska -kristna út um allan heim. Nahid Sepehrifard, sem er dóttir síðasta framkvæmdastjóra Biblíufélagsins í Íran, mun leiða þetta starf. Hún býr í Bandaríkjunum og hefur mikla reynslu af almannatengslum og útgáfu. Hún stefnir að því að skapa vettvang þar sem hægt er að nálgast prentaðar, hljóð- og stafrænar Biblíur.

Stjórn GPS tekur við störfum í mars 2015 en í henni mun sitja fjölbreyttur hópur fólks sem starfar í kristnum persneskum kirkjudeildum víðs vegar um heim. Í Íran eru einungis um 250.000 kristnir en flestir Íranir eru múslimar. Í Íran hafa verið ofsóknir gegn kristnum mönnum og margir kristnir fangelsaðir vegna trúar sinnar

Biðjum fyrir því að nýtt alþjóðlegt persneskt Biblíufélag geti þjónað kristnum Írönum um allan heim.