Kristsdagurinn verður haldinn í Hörpu laugardaginn 27. september.  Þar mun Hið íslenska biblíufélag kynna starf félagsins og fólki gefst tækifæri til að skrá sig í félagið.

Samkvæmt upplýsingum frá nefndinni sem hefur haldið utan um allan undirbúning að Kristdeginum er hugmyndin sú að á þessum degi geti allir kristnir einstaklingar úr sem flestum kirkjudeildum og sem víðast af landinu, sameinast í bæn fyrir landi og þjóð. Aðal dagskráin verður í Eldborgarsalnum, kl. 10-12 og 14-16 og síðan verða tónleikar frá kl.18-20.  Samhliða dagskránni verður fjölbreytt og skemmtileg barnadagskrá í Silfurbergi, frá 10-12 og 14-16.   Það er frítt inn og allir eru hjartanlega velkomnir.

22.09.2014