Búrkina Fasó er í Vestur–Afríku.Stór hluti landsins er hitabeltisgresja og landið er 2-300 metrum yfir sjávarmáli. Búrkina Faso er eitt fátækasta land heims og þar er meira 70 % ólæsi. Biblíufélagið í landinu hefur opnað næstum 40 lestrarmiðstöðvar og árlega sækja um 1000 manns námskeið þar.

,,Ég gat ekki lesið einn staf og kunni ekki tölustafina. Þetta þýddi að ég gat ekki einu sinni hringt í börnin mín, ég vissi ekki hvaða tölur ég ætti að ýta á“ segir Porgo Salamata, sem býr í höfuðborginni Ouagadougou. ,,Nágranni minn hjálpaði mér að hringja en auðvitað var hann ekki alltaf til staðar“

,,Mér leið líka svo illa þegar ég fór í bæinn og sá öll auglýsingaskiltin og merkin allsstaðar. Ég óskaði þess að gera lesið og skilið hvað stæði á þeim. En mest af öllu var ég leið yfir að geta ekki lesið Biblíuna. Mér fannst svo yndislegt að hlusta á prestinn predika út frá Guðs orði. Mig langaði svo til að geta lesið ritningartextann sem hann lagði út frá og geta skrifað niður punkta úr hugleiðingu hans sem ég gæti síðan sjálf íhugað þegar heim kæmi“

,, Það var einmitt þess vegna sem ég skráði mig í lestrarkennslu hjá Biblíufélaginu hér í lestrarmiðstöðinni. Sú ákvörðun breytti öllu fyrir mig. Nú get ég hringt til barnanna minna, ég nýt þess að lesa auglýsingaskiltin í bænum og ég get fylgst með í kirkjunni líka! Mest af öllu er ég svo ánægð vegna þess að ég get lesið Biblíuna mína, hvort sem er í einrúmi eða í kirkjunni “

18.09.2014. Ragnhildur Ásgeirsdóttir