Þegar einn af starfsmönnum UBS, sem vinnur í borginni Kiev í Úkraínu, tók stutt hlé frá vinnu sinni og fór í göngutúr í garðinum, tók hann eftir ungri konu sem var að lesa úr barnabiblíu fyrir son sinn. Hann gaf sig á tal við hana og sú saga sem hún sagði honum sýnir glöggt hvernig orð Guðs getur gefið huggun í erfiðum aðstæðum.
„Ég hafði verið að takast á við erfiðar áskoranir í starfi mínu og ég hafði þörf fyrir hvíld. Í garðinum sá ég unga konu ásamt litlum dreng á aldrinum sjö eða átta ára sitja á bekk og lesa saman upp úr Biblíu sem Sameinuðu biblíufélögin höfðu verið að dreifa til fjölskyldna sem lent höfðu í átökunum í austurhluta landsins. Í fyrstu hikaði ég við að nálgast hana, þar sem hugur minn var enn fullur af málefnum vinnunnar, en nú lofa ég Guð fyrir að ég gerði það, vegna þess að saga hennar var mér svo uppörvandi.“

„Hún sagði mér að hún dveldi í borginni Kiev vegna þess að eiginmaður hennar hefði verið að berjast í austurhluta landsins og hefði særst og verið fluttur á sjúkrahús í borginni fyrir hermenn. Andspænis þessum erfiðu aðstæðum leitaði hún huggunar í kirkju í fyrsta skipti á ævinni. Þar hitti hún starfsfólk Sameinuðu Biblíufélaganna sem gáfu syni hennar barnabiblíu að gjöf. Hún sagði mér að þau hefðu síðustu tvo dagana lesið Biblíuna saman og á einhvern ótrúlegan hátt tæki það frá þeim kvíða og hræðslu. Hún sagði: „Nú vitum við að Guð er með okkur. Það var Guð sem sendi þetta fólk í kirkjunni til mín. Þau meira að segja buðu okkur að dvelja hjá þeim vegna þess að við höfðum engan samastað. Sá Guð sem ég þekkti ekki áður birtist mér í gegnum þessa bók.“

„Þessi kona vildi ekki leyfa mér að taka mynd en ég man mjög vel eftir henni. Hún minnti mig á að boðskapur Biblíunnar getur hjálpað fólki í svo ólíkum aðstæðum. Við hittum fæst þeirra, en Guð þekkir þarfir þeirra og mætir þeim.“

Biðjum fyrir starfi Sameinuðu Biblíufélaganna í Úkraínu.
Stuðningur við starfið í Úkraínu:
Kt. 620169-7739 og reiknisnúmer 0101-26-3555