Sr. Sigurður Árni Þórðarson er mikill áhugamaður um mat. Hann hefur haldið fjölda námskeiða um Biblíumat, föstur og hvernig matur tengist Biblíunni.
Bíblían er matarmikil og máltíðir gegna mikilvægu hlutverki í hinni helgu bók. Þegar biblíufólk bauð til samsætis var vinátta einnig í boði. Altarisganga kristinnar kirkju er í anda þeirrar afstöðu. Guð býður til veislu og vináttu. Biblíumatur er hollur, trefjaríkur, dýrafita var lítið notuð en ávextir mikilvægur hluti fæðu á biblíutíma. Hvítur sykur var ekki til, heldur kom sæta úr hunandi og ávöxtum. Fæði var ekki einhæft heldur fjölbreytilegt. Heilsufæði nútímans er svipað og Biblíufæði! Hænur hafa verið við hús manna í amk fjögur þúsund ár. Í gröf Tutankammons var teikning af hænsnfugli. Og hæsnarækt var algeng á tímum Jesú og alls staðar í rómverska heimsveldinu. Kannski hafa Jesús Kristur og Jósef tekið þátt í að elda þennan rétt en væntanlega hefur María verið aðalkokkurinn. Svona réttur hefur ekki verið á borðum hvunndags í Nasaret heldur verið veislumatur.
Maríukjúklingur
f. fjóra
4 kjúklingabringur
4-6 hvítlauksgeirar
1 tsk kúmmín
1,5 tsk túrmerik
1 tsk kanill malaður
salvía, helst fersk – annars þurrkuð
1 stór rauðlaukur
3 skalottulaukar (sbr. biblíulega bæjarnafnið Askelon. Laukurinn líka oft kallaður vorlaukur á íslensku)
Sítrónubörkur rifin með rifjárni (notið helst lífrænar sítrónur)
Safi úr einni sítrónu ca 70 ml. – má líka vera appelsínubland
150 gr. spínat
300 ml. grænmetiskraftur
10 döðlur – langskornar. Mega líka vera fíkjur/sveskjur í staðinn.