Þriðjudaginn 6.maí kl. 14 leit ný heimasíða félagsins dagsins ljós. Biblíufélagið fékk til liðs við sig Jóhann Grétarsson en hann hefur unnið að uppfærslu heimasíðunnar. Jóhann útskrifaðist sem kerfisfræðingur frá Tölvuháskóla Verzlunarskóla Íslands 1993 og starfaði sem slíkur á Landspítalanum til ársins 2012. Jóhann vinnur nú hjá Nýherja.

Jóhann hefur áður unnið fyrir Biblíufélagið og vann meðal annars Biblíu-lykilinn sem er Windows hugbúnaður. Hann er ákaflega vandvirkur og Biblíufélagið er þakklátt fyrir hans góðu þjónustulund og vel unnin störf.

Jóhann hefur einnig unnið að öðrum verkefnum og má meðal annars nefna að hann hefur útbúið heimasíðu sem geymir safn af trúarlegri tónlist, www.lofgjord.com