Fyrrverandi framkvæmdastjóri Biblíufélagsins, Hermann Þorsteinsson er látinn. Hann lést 5. maí síðastliðinn, 92 ára að aldri. Hermann starfaði fyrir Biblíufélagið frá 1965 til 1990. Hann sá meðal annars um útgáfu Biblíunnar árið 1981. Hið íslenska biblíufélag þakkar Hermanni fyrir fórnfúst og óeigingjarnt starf og biður Guð að blessa minningu hans. Eiginkonu hans og fjölskyldu eru sendar samúðarkveðjur. Hér er linkur á fréttina á mbl.is