Í dag var fréttabréf Hins íslenska biblíufélags póstlagt og ætti því að berast félagsmönnum fyrir helgi. Hefð hefur skapast fyrir því að fréttabréfið komi út í aðdraganda biblíudagsins en hann verður haldinn hátíðlegur næstkomandi sunnudag.

Í B+ er að finna margt fróðlegt að þessu sinni. Þar er m.a. fjallað um söfnunarátak sem félagið stendur nú fyrir og tengist þýðingarstarfi á Jamaíka. Þá er einnig fjallað um allsherjarþing Sameinuðu biblíufélaganna sem haldið var í Seúl í Suður-Kóreu á síðarihluta síðasta árs. Fjallað er um 400 ára þýðingarafmæli Biblíu Jakobs konungs (King James version) og þá er í ritinu einnig að finna viðtal við Arnfríði Einarsdóttur, varaforseta Biblíufélagsins.

Þeir sem vilja gerast félagar í Hinu íslenska biblíufélagi og taka þátt í því fjölbreytta starfi sem félagið sinnir, jafnt hér heima sem og erlendis, eru hvattir til að  skrá sig hér á síðunni, senda tölvupóst á hib@biblian.is eða hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 510-1040.