Biblíusýning í Hjallakirkju, Kópavogi á Biblíudaginn

Á Biblíudaginn, sunnudaginn 23.febrúar verður sýning í Hjallakirkju, Kópavogi, á Biblíum í ýmsum útgáfum. Þarna verða bæði íslenskar biblíuþýðingar frá ýmsum tímum, sumar myndskreittar, og fjöldi erlendra biblíuþýðinga, þar á meðal á armensku, kínversku og rússnesku, grísku og hebresku.

Einnig verða sýndar biblíumyndir, meðal annars túlkanir asískra listamanna.

Sýningin verður opin kirkjugestum þennan dag. Verið innilega velkomin.