Malakal, nóvember 2013.

Í lýðveldinu Suður-Súdan er komin út fyrsta þýðing Biblíunnar í heild á eitt svæðistungumála landsins frá sjálfstæði þess árið 2011. Eftir 35 ára þýðingarvinnu, með töfum vegna borgarstyrjaldarinnar í Súdan, er Biblían á skillúk komin út.

„Margar konur tala aðeins skillúk, en enga ensku eða arabísku,“ segir Rachel Ayui, leiðtogi kvennahóps nokkurs. Stundum hefur hún þurft að lesa Biblíuna á öðru tungumáli, og síðan þýða yfir á skillúk.

Í Suður-Súdan eru rúmlega þrír fjórðu hlutar landsmanna kristnir. Opinbert tungumál er enska, þó svo að margir íbúar tali aðeins hefðbundin tungumál þjóða sinna. Um það bil 650.000 Suður-Súdanir tala skillúk, aðallega í sambandsríkinu Obernil þar sem höfuðborgin er Malakal.

Þökkum fyrir nýju Biblíuþýðinguna Suður- Súdan

Þorgils Hlynur Þorbergsson, þýddi