Það er erfitt að segja til um það hversu margt fólk í Kína er kristið. Þar eru bæði opinberar kirkjur og söfnuðir og eins óopinberir heimilissöfnuðir, en líklega eru um 100 milljónir kristinna manna í landinu. Sá fjöldi vex þó stöðugt. Í Kína býr meirihluti kristinna úti á landsbyggðinni og fæstir hafa efni á því að kaupa
Biblíur sökum fátæktar. Áætlað er að um 70 milljónir Kínverja lifi á minna en 90 íslenskum krónum daglega.
Nú hafa verið sendir út greiðsluseðlar sem félagsfólk Biblíufélagsins hefur fengið í hendur eða fá á næstu dögum þar sem tækifæri gefst til að styðja fjárhagslega við verkefni í Kína.

Söfnunin felur meðal annars í sér að fjármagna pappír fyrir kínverskar Biblíur sem verða prentaðar í biblíuprentsmiðju í Nanjing. Biblíunum er síðan dreift vítt og breitt, í borgum og úti um landið. Þá verða
einnig prentaðar sérstakar námsbiblíur handa guðfræðinemum og biblíurit handa unglingum jafnhliða Biblíunni. Í átaki þessu gerum við ennfremur
fólki kleift að nálgast Biblíur á blindraletri.
Þá er Biblíuefni handa yngri börnum einnig hluti af átaksverkefninu. Þörfin er gríðarleg og það þarf margar milljónir nýrra Biblía fyrir hina ört vaxandi söfnuði í Kína.

Vilt þú taka þátt í verkefninu Biblíur til Kína?
Munum að margt smátt gerir eitt stórt.

Kt. 620169-7739
Reikningur 0101-26-3555