Hátíð vonar verður haldin í Laugardalshöll dagana 28.-29. september 2013. Franklin Graham, sonur Billys Graham verður ræðumaður og bandaríski tónlistarmaðurinn Michael W. Smith kemur einnig fram. Þá mun Óskar Einarsson stjórna stórum kór sem syngur á hátíðinni.

Franklin Graham og faðir hans eru í forsvari fyrir trúboðssamtökin Billy Graham Evangelistic Association. Hugsjón þeirra er að kynna þá von sem felst í boðskap Jesú Krists um kærleika Guðs og lífgefandi miskunn. Þetta er gert með að halda samkomur víðs vegar um heiminn undir nafninu Hátíð vonar (Festival of Hope).

Michael W. Smith hefur um árabil verið í fremstu röð flytjenda trúarlegrar tónlistar í Bandaríkjunum.

Nánar verður hægt að fylgjast með undirbúningi hátíðarinnar á Facebook og á heimasíðu hátíðarinnar.