Biblían í kilju

2017-12-16T01:44:24+00:00Þriðjudagur 3. apríl 2012|

Nú fyrir páskana kom Biblían út í nýrri kiljuútgáfu en hennar hefur verið beðið um nokkurt skeið. Er brotið sérlega handhægt og mun án nokkurs vafa falla vel að þörfum þeirra sem lesa mikið og reglulega í Biblíunni. Við hönnun kápunnar var hugað að því að útlitið vekti athygli og umhugsun á sama tíma og virðing væri borin fyrir þeirri sérstöðu sem Biblían hefur í bókaflóru heimsins.