Ítarlegar skýrslur áætla að meira en 153 milljónir barna séu munaðarlausar í heiminum í dag. Þessi börn eru hrædd, yfirgefin og viðkvæm. Hið bandaríska biblíufélag hefur afhent þúsundum munaðarlausra barna Biblíur, meðal annars í Perú, Bangladess, Úkraínu, Nepal, Indlandi og Afríku.

Drengur frá Perú, Max, er einn þeirra sem fékk afhenta Biblíu. Faðir Max skildi drenginn eftir við munaðarleysingjahæli þegar hann var aðeins fjögurra ára gamall. Vesalings barnið grét stanslaust. Vegna þess hve smávaxinn hann var gerðu eldri börnin grín að honum. Starfsfólk heimilisins var honum hins vegar gott og fræddi hann um Jesú. Max fékk einnig gefins barnabiblíu. „Ég fékk mína eigin Biblíu og ég er hamingjusamur,“ segir Max. „Líf mitt hefur breyst, Biblían lætur mér líða eins og risa! Biblían hjálpar mér að keppa eftir kærleikanum, á hverjum degi.“

Á heimsvísu eru mörg börn sem hrópa á einhvern til að annast sig og sýna sér umhyggju. Hið bandaríska biblíufélag hefur starfað mikið í hjálparstarfi fyrir þessi börn og kynnt fyrir þeim boðskap Biblíunnar.