Biblíudagurinn verður haldinn hátíðlegur 27. febrúar næstkomandi. Útvarpsmessa verður sungin frá Hallgrímskirkju kl. 11:00 en þar þjónar sr. Jón Dalbú Hróbjartsson fyrir altari. Arnfríður Einarsdóttir, varaforseti Hins íslenska biblíufélags prédikar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju leiða sönginn undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar, organista. Samskotum verður safnað til verkefna á vegum Biblíufélagsins í Vestur-Indíum.

Aðalfundur Biblíufélagsins fer fram í safnaðarheimili Seljakirkju kl. 15:00 að lokinni messu. Prestur er sr. Valgeir Ástráðsson en Stefán Einar Stefánsson, framkvæmdastjóri HÍB, prédikar.

Í aðdraganda Biblíudagsins kemur fréttarit félagsins út og verður það sent félagsmönnum og velunnurum.