Hin handhæga biblíulestrarskrá er enn á ný komin út hjá Hinu íslenska biblíufélagi. Markar hún daglega lestra í Biblíunni og þar geta þeir sem vilja lesa reglulega í henni merkt við þá lestra sem þeir hafa lokið við. Eru lestrarnir tengdir hverjum degi ársins 2011. Félagsmenn og velunnarar Biblíufélagsins hafa nú þegar fengið lestrarskrána senda í pósti en þá á hún einnig að liggja frammi í kirkjum landsins.

Þeir sem ekki hafa tök á því að nýta sér lestrarskrána í prentútgáfu geta óskað eftir því hér á heimasíðu Biblíufélagsins að fá lestrana senda í tölvupósti. Þá er einnig hægt að gerast aðdáandi Biblíunnar á facebook en á þeim vettvangi birtast sömu textar á degi hverjum.