Biblían hefur ætíð haslað sér völl hvar sem menningin hefur fundið farveg til miðlunar upplýsinga þeirra verðmæta sem samfélagið okkar byggir grundvöll sinn á. Til dæmis um þá staðreynd má nefna að Nýja testamentið var fyrst bóka prentuð á íslensku í Kaupmannahöfn árið 1540 og ásamt Passíusálmum Hallgríms Péturssonar hefur engin bók verið prentuð jafn oft hér á landi og Biblían.

Nú hefur Hið íslenska biblíufélagið gert íslenskum notendum facebook samskiptanetsins, kleift að gerast aðdáendur Biblíunnar.  Með því birtist ritningartexti hvers dags á samskiptanetinu og er því fyrir augum allra þeirra sem það kjósa. Áður hefur fólki verið gert mögulegt að fá sama texta sendan í tölvupósti.

Verkefninu var hleypt af stokkunum í byrjun júlí og hafa nú þegar yfir 700 manns gerst aðdáendur Biblíunnar á facebook. Fá Biblíufélög hafa nú þegar stigið þetta skref en mörg þeirra huga nú að því að gera Biblíuna sýnilegri á þessum vettvangi sem mótar samfélagsumræðuna svo mjög þessa dagana.

Þeir sem vilja kynnast Biblíunni á facebook geta leitað hana uppi með því að slá inn „biblían“ en þá ætti síða Biblíufélagsins sem geymir textana að vera fólki opin og aðgengileg.